Vilt þú merki

Mótorhjólasafnsins?

Nýjar birgðir af barmmerki safnsins voru að detta í hús. Tryggðu þér eintak í vefverslun Tiunnar. Þar er einnig úrval Landsmótsmerkja síðustu ára ásamt bókum og bolum. Andvirðið rennur til uppbyggingar safnsins.. Sjá nánar hér

Hafa samband
Um okkur

Mótorhjólasafn Íslands er stofnað árið 2007

Safnið er til minningar um Heiðar Þ Jóhannsson sem lést sunnudaginn 2 júlí 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit á leið heim af landsmóti Snigla sem haldið var að Hrífunesi. Heiðar eða Heiddi eins og hann var ætíð kallaður, var af flestum bifhjólamönnum á Íslandi talinn mesti hjólamaður á landinu, jafnvígur á hvaða hjól sem er.

Heiðar hafði í mörg ár safnað mótorhjólum og hjóla tengdum munum og hafði lengi átt sér þann draum að opna mótorhjólasafn. Heiðar lét eftir sig vel á þriðja tug hjóla og mikið magn bifhjólatengdra hluta. Stofnum mótorhjólasafns Íslands er eins og áður segir til minningar um Heiðar og mun á safninu vera starfrækt sérstök minningar deild þar sem hjól og munir hans verða sýndir og varðveittir.

9

Safnið er opið allt árið

Yfir sumarið er opið daglega en yfir vetur er opið um helgar.

9

Safngripir safnsins

Safnið á mikið af ómetanlegum munum en einnig býður safnið upp á að geyma hjól eða muni tengda hjólamennsku Íslendinga.

Sýningar sem safnið stendur fyrir eru ávalt auglýstar á facebook síðu safnsins.

Á hverju ári er sett upp sýning sem tengist hjólamenningu landsins, menn eða málefni. Fylgist með okkur á facebook síðu okkar til að fá upplýsingar um næstu sýningu. 

  Smelltu hér til að fara á síðu safnsins

Myndir úr starfi safnssins

Við komum að alls konar viðburðum
Beint og óbeint

MC Skutlur í grill

  • Tían bauð í grill

MC Skutlur í grilli

  • Tían bauð í grill

Poker Run Tíunnar

  • 2022 

Grill og gaman

  • 2020

Hópferð 

  • 2020

Startup dagurinn

  • 2020

Heimilisfang

Krókeyri 2
600 Akureyri

Sími

+354 866 3500

Viltu styrkja safnið? Frjáls framlög má leggja inn á reikning okkar
RNR: 0162-26-10026 Kt: 601207-2060